Ekki gráta (Icelandic poem)

í örmum hans dó lítil sál
kveikti eitt stórt heiftarbál
3 mánuði í steininum
reiðin titrar í beinunum
réttu orðin á réttri stund
mæla sér mót á leynifund
þetta átti ekki svona að enda
tárin hatur til hans senda
átti ekki að fréttast neitt
þetta var ekki hennar eitt
ekki deyja litla stelpa
bara lítil saklaus telpa
dáin í sálinni sinni
lífsviljinni miklu minni
kynntist lífinu alltof fljótt
tekið það af henni alltof skjótt
ekki leita litla táta
ekki gráta, ekki gráta.
Hann var ekki góður við hana
dró sálina hennar til bana
lifðu litla stelpan mín
Guð sendir englana til þín
ekki berjast litla táta
ekki gráta, ekki gráta.